• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útköll að undanförnu

Útköll að undanförnu
Sleðamenn fundu manninn.

Veikur ferðamaður sóttur í Laugafell.

Að morgni föstudagsins 15. mars var óskað eftir því að sveitin myndi sækja veikan ferðamann í Laugafell. Farið var á tveim bílum sveitarinnar uppúr Skagafirði. Fjórir félagar fóru af stað í þetta verkefni, gekk vel og komu heim um kvöldið.

 

Vélsleðaslys, Flateyjardal.

Laugardaginn 30. mars varð vélsleðaslys á Flateyjardal, einn slasaður. Kallaðar voru út sveitir á svæði 11 og 12. Þessa helgi var tækjamót fyrir austan og einhver björgunartæki því þar í æfingum. Tveir félagar sveitarinnar fóru af stað á einkabíl og einn félagi var í svæðisstjórn. Hratt og vel gekk að koma manninum að sjúkrabíl með jeppum. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók einnig þátt í aðgerðinni.

 

Týndur gönguskíðamaður á hálendi austan Eyjafjarðar.

Þriðjudagsmorguninn 2. apríl klukkan 06:30 var kallað út á svæði 11 vegna gönguskíðamanns sem var týndur á hálendi austan Eyjafjarðar. Sveitin fór af stað með tvo gönguhópa ásamt bílstjórum, tvo sleða og svo var einn í svæðisstjórn. Gönguhópum var skutlað inn á Garðsárdal þar sem stefnan var sett upp á Staðarbyggðarfjallið. Eftir að samband náðist við manninn voru gönguhópar kallaðir til baka og ákveðið að sleðahópur héldi ferð sinni áfram, alla leið til mannsins.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is