• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Búnaður björgunarmanns

Almennur búnaður björgunarmanns

Hér fyrir neðan er listi yfir búnað sem er gott að eiga, og nauðsynlegt að hafa alltaf á vísum stað þannig að fljótgert sé að taka sig til fyrir útköll.
Margt af þessu er eitthvað sem flestir eiga, og annað eru hlutir sem við söfnum okkur með tímanum.
Athuga skal að það fer alltaf eftir aðstæðum hverju sinni hvað skal taka með í útköll og ferðir, þannig að ekki er mögulegt að útbúa tæmandi lista sem gildir fyrir öll útköll. Hvert skipti er matsatriði aðila, en hér höfum við gátlista til viðmiðunar.

Fatnaður

Ysta lag:

Landsbjargargalli eða sambærilegur.

Gönguskór

Legghlífar 

Lúffur (Ortovox)

Hanskar

Lambhúshetta

Húfa 

Miðlag og innsta lag:

Ullarsokka

Flíspeysa

Ullarnærföt

Buxur og peysa (power stretch, ekki bómull!!)

Aukafatnað (nærföt, sokka, vettlinga o.s.frv.)

 

Annar búnaður

Góður göngubakpoki sem hentar hverju sinni

Skyndihjálpartaska

Hjálmur

Ennisljós

Vasaljós

Göngubroddar

Skíðagleraugu

Sólgleraugu

Vasahnífur

Blýantur

Minnisblokk

Landakort

Áttaviti

GPS tæki

Snjóflóðaýlir

Matur, orkuríkur og einfaldur. td. þurrkað kjöt, pakkamatur o.s.frv.

Prímus

Svefnpoki: hlýjan poka - helst gefinn upp fyrir -10° eða meira því það getur orðið kalt að vetrarlagi.

Dýna: Einangrunardýnur eru litlar, léttar og ódýrar.

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is