Hjálparsveitin Dalbjörg

  • Hjálparsveitin Dalbjörg - 2014
  • Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011
  • Samæfing svæði 11 14.okt
  • Hjálparsveitin Dalbjörg - 2012

PatrolHjálparsveitin Dalbjörg gerir út fjölda tækja og búnaðar og með henni starfa um 50 virkir félagar. Þeir sterku félagar sem Dalbjörg hefur innan sinna raða eru forsenda þess að flokkar sveitarinnar séu með öflugt starf og mikil áhersla er lögð á menntun Dalbjargarfélaga.

Bílaflokkur er öflugur og ræðst það mest af félögum sem eru mjög reyndir ökumenn og ferðast mikið. Innan flokksins eru tveir jeppar, snjóbíll, búnaðarkerra og rústabjörgunarkerra. Sleðaflokkur sveitarinnar heldur utan um tvo sleða, kerru og mannskapsbíl sveitarinnar. Unglingadeild er starfrækt fyrir krakka í 10. bekk og geta þau síðan byrjað að starfa með sveitinni á 17. ári. Slökkvikerra er staðsett í Bangsabúð en Hjálparsveitin og Slökkvilið Akureyrar gerðu með sér samning um Hjálparlið í Eyjafjarðarsveit.

Hjálparsveitin Dalbjörg býr því bæði við glæsilegan tækjakost og öfluga liðsmenn.

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is