• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Reglur um unglingadeildina Bangsa

 


1. Félagar geta starfað í unglingadeild á aldrinum 14-18 ára.
2. Félagar í unglingadeild skulu fara eftir Siðareglum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
3. Félagar í unglingadeild skulu fara í einu og öllu eftir tilmælum umsjónarmanna.
4. Félagar í unglingadeild geta byrjað að starfa með HSD á 17. ári skv. 3. gr. laga HSD. Miðað er við haustið eftir að félagar hafa lokið 10. bekk.


a. Félagar geta þá sótt fundi með HSD.
b. Félagar geta þá sótt námskeið með HSD og fengið þau metin hjá SL.
c. Félagar geta þá sótt um að verða teknir inn sem nýliðar á næsta aðalfundi HSD.
d. Félagar verða, samkvæmt 3. gr. laga HSD, fullgildir félagar í HSD á öðrum aðalfundi sem þeir sækja, og verða þá að hafa náð 18 ára aldri.

5. Félagar geta starfað með unglingadeild jafnt sem hjálparsveitinni sjálfri fram að 18 ára aldri. Eftir það gefst kostur á að byrja að vinna með HSD, hafi félagi ekki þegar gert það, sbr. 4. gr.

 

Samþykkt á almennum fundi 2. maí 2010.

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is