• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Námskeið 2009-2010


Hér sjáið þið námskeiðin sem verða haldin hjá okkur í vetur.

Það á eitthvað eftir að bætast við, til dæmis þær upprifjanir sem við önnumst sjálf.

Fyrsta hjálp 1
2. október 2009

Fjarskipti 1
7. október 2009

Fjallamennska 1

 15.-17. janúar 2010

Snjóflóðaleit og snjóflóðamat
  5.-7. febrúar 2010

Öll þessi námskeið eru grunnnámskeið sem allir þurfa að taka, og einnig þarf að rifja kunnáttuna upp ef langt er liðið frá síðasta námskeiði. Hafið þessa daga í huga þegar þið skipuleggið veturinn.


Hér fyrir neðan eru svo námskeið sem er vert að hafa í huga, bæði þau sem eru haldin nálægt okkur og eru hluti af björgunarmanni 1, og svo fagnámskeið sem einhverjir hafa áhuga á. Hugsanlega eiga fleiri námskeið eftir að bætast við þetta - þeim verður þá bætt hér inn. Einnig er hægt að skoða dagskrá og námsskrá Björgunarskólans  hér.

Fagnámskeið, björgunarmaður 3:
  • Fagnámskeið í leitartækni                         13.-16. maí 2010, Akureyri  

Við hvetjum alla til að fylgjast vel með dagskránni og taka frá þá daga og helgar sem viðeigandi námskeið eru. Markmiðið okkar er að allir klári Björgunarmann 1 og sérhæfi sig svo í þeim flokki sem þeir hafa mestan áhuga á. Ef sérstakar óskir eru um námskeið má beina því til stjórnar.

Það er hægt að skoða okkar viðmið hér til vinstri undir flipanum "Námskeið".

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is