• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Sleðaflokkur Dalbjargar

 

Deildin hefur sett sér það viðmið að allir sem eru á útkallsskrá sleðadeildar hafi lokið eftirfarandi námskeiðum:

- Björgunarmaður 1

- Vélsleðamaður 1

- Fyrsta hjálp 2

Sleðanotkun:

Hafa skal samband við umsjónarmenn þegar félaga langar að fara að æfa sig á sleðunum. Menn eiga að láta vita hvert þeir fara og síðan að láta vita þegar sleðarnir eru komnir í hús. Þá á búnaður allur að vera klár í útkall, hreinn og frágenginn. 

Alltaf skal leitast við að einn vanur sleðamaður sé með í æfingarferðum. Aðrir félagar geta farið á sleða í samráði við umsjónarmenn.

Ökumenn eiga að hafa með sér:

·       Snjóflóðaýli, talstöð og tetrastöð.

·       Snjóflóðabakpoka með snjóflóðastöng, skóflu og skyndihjálpartösku.

·       Sjópoki með fyrstuhjálpar- og sprungubjörgunarbúnaði

Samþykkt á fundi sleðaflokks 28. janúar 2010.

 

Umsjónarmaður er: Friðrik Karlsson. 

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is