• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Unglingadeildin Bangsar

Unglingadeild Dalbjargar, Bangsar, var stofnuð 2005 og var fyrsti fundur hennar haldinn þann 13. mars sama ár. Starfið er ætlað fyrir krakka í 10. bekk og tímabil starfsins er frá áramótum og fram á vorið, en deildin fundar eða er með æfingar eða námskeið annan hvern miðvikudag. Eftir það geta krakkarnir mætt á almenna fundi Dalbjargar, byrjað að taka námskeið og mætt á æfingar og eru þá komin með góðan grunn þegar útkallsaldri er náð. 

Þetta fyrirkomulag gengur mjög vel og á þessum mánuðum sem unglingadeildin starfar er farið yfir öll helstu atriði sem tengist björgunarmálum. Farið er yfir skyndihjálp og allan búnað tengdan henni, krakkarnir fá kynningu á tækjum og flokkum sveitarinnar, farið er í klifur, heimsókn til nágrannasveita, fjallaferð og ýmislegt fleira.

Umsjónarmenn unglingadeildarinnar 2023-2024 eru Anna Hlín Guðmundsdóttir, Erla Katrín Orradóttir, Guðrún Jóna Stefánsdóttir, Jóhann Ben Jóhannsson og Tryggvi Geir.

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is