• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Námskeið 2010-2011

Þennan vetur ætlum við að einbeita okkur að Endurmenntunarhelginni sem verður 11.-13. mars 2011 á Dalvík. Endurmenntunarkerfi SL er nýtt af nálinni og hægt er að kynna sér allt um það hér. Þetta nýja kerfi felur í sér að fólk getur tekið sjálfsmat, mætt á endurmenntunarhelgi og rifjað upp og tekið svo próf í faginu í stað þess að sækja heil námskeið. Þetta kerfi er einskorðað við Björgunarmann 1 og því ætlum við að gera hlé á þeim námskeiðum í vetur.

Í haust byrjaði einnig fjarnám í nokkrum fögum hjá Björgunarskóla SL og hafa allnokkrir skráð sig í það. Við hvetjum félaga til að fylgjast vel með því hvort námskeið eru í boði sem þeir hafa áhuga á og setja sig í samband við stjórn.

Eftir áramót er ætlunin að fá sérhæfðari námskeið úr Björgunarmanni 2 til okkar og er verið að vinna í þeim málum.

Eina námskeiðið úr Björgunarmanni 1 sem verður haldið í vetur verður

  • Björgunarmaðurinn við sjó og vötn.
    Þetta er nýtt námskeið sem kemur í stað námskeiðs um slöngubáta og nýtist því öllum björgunarsveitum, hvort sem þær eiga svæði að sjó eða ekki.
Komnar eru upp hugmyndir um námskeið í Björgunarmanni 2 til að fá til okkar

  • Endurlífgun og AED
  • Sálræn skyndihjálp
  • Fjallabjörgun

 
Endilega hafið samband við stjórn ef þið hafið hugmyndir um hvað þið viljið gera. Dagskrá námskeiða er alltaf birt á vef SL og hvetjum við félaga til að skoða hvaða námskeið í Björgunarmanni 2 og 3 eru í boði í vetur. Þau eru t.d.

  • Aðgerðastjórn - Aðaldalur 3.-5. desember 2010
  • Hópstjórnun - staðsetning óákveðin - 14.-16. janúar 2011
  • Fagnámskeið í snjóflóðum - Dalvík 16.-22. febrúar 2011
  • Fagnámskeið í fjallamennsku - Gufuskálar 2.-6. mars 2011
  • Fyrsta hjálp í óbyggðum, WFR - Gufuskálar 12.-19. mars 2011
  • Fjallabjörgun, Rigging for Rescue - Reykjavík 26. maí - 1. júní 2011
Endilega kíkið á þetta og látið í ykkur heyra!

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is