• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Verklag við útköll

Við útkall fá félagar á útkallsskrá sent SMS frá 112 með boðun eftir alvarleika útkalls, hvert verkefnið er og upplýsingar um hvar það er eða hvert menn eiga að mæta.

Forgangur

F1 - Mesti hraði.

F2 - Mikil hraði.

F3 - Lítill hraði.

F4 - Ekki forgangur

Umfang

Grænn - ein sveit.

Gulur - Tvær eða fleiri sveitir innan svæðis.

Rauður - Sveitir af fleiri en einu svæði.

Svartur - Þjóðarvá.

Verklag

Senda skal sms um hvort viðkomandi kemst eða kemst ekki í eftirtalin símanúmer. Ekki er þörf á að hringja í stjórnanda, enda er hann oft sjálfur að fá fyrstu upplýsingar á þessu stigi og getur auk þess ekki svarað öllum símtölum.

1. Kristján Hermann Tryggvason, sími 8650129.

2. Svæðisstjórnarmenn. Jóhannes Jakobsson, sími 8963216 og Ingvar Þ. Ingólfsson, sími 8940732.

3. Eiður Jónsson, sími 8615537.

Í öllum tilvikum þegar fólk kemst skal fara að taka til búnaðinn í útkallið og miða við að mæta í hús ef ekki er annað gefið upp. Svo þótt ekki náist í umsjónarmann til að fá upplýsingar þarf það ekki að tefja viðbragðstímann okkar. 

Þessir menn, stjórnendurnir, eru okkar bakland og fyrstu stjórnendur útkalls. Þeirra verkefni eru mjög mikilvæg enda byggist góð aðgerð á skipulagi og fumlausum vinnubrögðum. Einn þessara manna gæti boðað útkallið og skipulagt fyrstu skref en síðan annar tekið við og séð um að vera tengiliðurinn eða svæðisstjórn.

Verkefni stjórnanda er að:

  • Boða út sveitina og skipuleggja fyrstu skref.
  • Afla upplýsinga og koma þeim til útkallsliðs.
  • Sjá um að sett sé inn á Aðgerðargrunn.
  • Tryggir að það sé tengiliður fyrir útkallslið heima í byggð.

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is