• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Björgunarmaður 2

Björgunarmaður 2 er framhaldsnám þar sem björgunarsveitafólk velur sína leið að mestu sjálft. Námið samanstendur af miklu framboði námskeiða og til að ná gráðunni Björgunarmaður 2 þarf björgunarsveitafólka að klára 80 klst af námskeiðum á þessum lista. Aðeins eitt námskeið er skyldunámskeið í Björgunarmanni 2 en það er fyrsta hjálp 2 sem er 20 klst námskeið sem allir þurfa að taka til að ná gráðunni. Að öðru leiti er fólki í sjálfsvald sett hvernig það setur saman sína þjálfun á þessu stigi.

Lista yfir námskeiðin má finna á vef Björgunarskólans en hér ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is