• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Hjálparlið Dalbjargar

Hjálparlið Dalbjargar var stofnað árið 2008. Hjálparsveitin Dalbjörg og Slökkvilið Akureyrar gerðu með sér samning sem felur í sér að Dalbjörg mannar hjálparlið fyrir slökkviliðið. Í því eru átta mjög reyndir björgunarsveitarmenn sem búsettir eru í Eyjafjarðarsveit. Hópurinn hittist reglulega og Slökkvilið Akureyrar sér um þjálfun á mannskapnum. Hjálparliðið hefur yfir að ráða slökkvikerru sem geymd er í húsnæði Dalbjargar.

Báðir aðilar eru ánægðir með samstarfið og eru sammála um að það er mikið öryggi í því að hafa viðbragðsaðila í sveitinni, þar sem slökkviliðið getur þurft að aka langar vegalengdir áður en áfangastað er náð.

Ingi
Ingvar Þröstur Ingólfsson, bóndi í Ártúni. 27 ára starf með Dalbjörg.


Óli
Ólafur Andri, bóndi Öxnafelli. 27 ára starf með Dalbjörg.
Hlynur
Hlynur Þórsson, bóndi og bifvélavirki á Akri. 23 ára starf með Dalbjörg.


Víðir
Víðir Ágústsson, bóndi Torfufelli. 20 ára starf með Dalbjörg.


Jói
Jóhannes Jakobsson, Lækjarbrekku. 20 ára starf með björgunarsveitum.


Guðmundur
Guðmundur J. Guðmundsson, bóndi Holtseli. Frv. slökkviliðsstjóri í Eyjafjarðarsveit.


Gutti
Guðbjörn Elfarsson (Gutti), bóndi Halldórsstöðum. Frv. skipstjóri.

Stefán
Stefán Magnús Jónsson, Slökkviliðs og sjúkraflutningamaður


Sverrir Reynisson, bóndi Bringu. 23 ára starf með Dalbjörg.

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is