• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Björgunarleikar og Landsþing SL

Björgunarleikar og Landsþing SL
Glæsilegt lið.

Björgunarleikar og Landsþing SL var haldið á Akureyri um helgina og landaði lið Dalbjargar í Björgunarleikunum,  "Made in Sveitin", 3. sæti af 16 liðum! Þetta er í þriðja skiptið sem lið frá Dalbjörg kemst á pall, en Björgunarleikarnir hafa verið haldnir samhliða Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá árinu 2001. 

Lið Dalbjargar var skipað þeim Kristjáni reynslubolta og nýliðunum Önnu Hlín, Jóhanni, Guðrúnu, Erlu, Tryggva og Freydísi. Þau lögðu hart að sér í verkefnum sem og mútustarfsemi og buðu dómurum meðal annars upp á fyrsta flokks brodd eins og sveitafólks er siður.

Þetta er glæsilegur árangur liðsins okkar og við erum virkilega stolt af þeim. Á meðan liðið lagði mikið á sig yfir daginn sátu nokkrir aðrir félagar á Landsþinginu og sinntu annars konar málefnum hjálparsveitarinnar. Á laugardagskvöldið var árshátíð Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldin á glæsilegan hátt í Íþróttahöllinni og skemmtu 23 meðlimir sveitarinnar sér vel við dans og söng. 

Fleiri myndir og efni frá helginni má sjá á Facebook og Instagram reikningum Dalbjargar - sjá einnig #bleikar23. 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is