• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Viðburðir síðustu daga

Viðburðir síðustu daga
Félagar á hópslysaæfingu 2016

Margt hefur verið að gera undanfarið og þónokkur vinnukvöld haldin í Dalborg. Meðal annars var stóra hurðin löguð og ný sæti eru komin í Cruiserinn okkar.

Nokkir félagar skruppu ásamt félögum í Súlum í leit að kindum laugardaginn 25. febrúar og var ætlunin að fara upp Bárðardalinn. Leiðangurinn þurfti síðan að snúa við vegna veðurs. Einnig var farin var æfingaferð þann 2. mars upp á Vaðlaheiði. 

Undirbúningur fyrir Hálendisvaktina er hafinn, en haldinn var fundur í Dalborg með þeim sem ætla að taka þátt þann 1. mars sl. 

Tveir félagar fóru á námskeið í Fyrstu hjálp 2 í febrúar og einn félagi sótti endurmenntun í Wilderness First Responder. 

Helgina 10.-12. mars voru námskeiðin Ferðamennska og Rötun haldin í Dalborg og á það mættu nokkrir Dalbjargarmeðlimir auk félaga úr öðrum sveitum. 

Vinnukvöld var haldið í Dalborg þann 15. mars og húsið okkar gert fínt. 

Það er semsagt alltaf nóg að gera hjá okkur í Hjálparsveitinni Dalbjörg og verður ekkert lát á því, en í næstu viku verður Fyrsta hjálp 2 haldin í Dalborg og helgina eftir það verður haldið á Tækjamót Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem verður haldið að Fjallabaki að þessu sinni. 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is