• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útköll og aðstoðarbeiðnir

Útköll og aðstoðarbeiðnir
Kristján Hermann og Friðrik, sleðamenn.

Lítið hefur verið um útköll og aðstoðarbeiðnir að undanförnu sem er afar gott.

Upp úr hádegi þann 13. febrúar barst útkall á allt svæði 11 vegna tveggja gönguskíðamanna sem lentu í vandræðum upp á hálendi. Þeir voru fluttir í burtu með þyrlu landhelgisgæslunnar þaðan sem þeir fundust, austur af Hofsjökli. Níu félagar Dalbjargar tóku þátt í þessu verkefni.

Það var svo að kvöldi 22. febrúar þegar næsta útkall barst, leit innanbæjar. Átta Dalbjargar félagar leituðu þar til einstaklingurinn fannst heill á húfi nokkrum tímum síðar. Tveir félagar voru í svæðisstjórn.

Þann 20. mars var sveitin beðin um að aðstoða tvo erlenda ferðamenn á einkabíl en þeir höfðu fest sig inn á Eyjafjarðardal. Sex félagar fóru á tveimur bílum og leystu verkefnið hratt og örugglega. 

Þessu til viðbótar höfum við haldið okkur við með æfingum, aðallega á tækjunum okkar, til að vera til þegar næsta kall kemur.

 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is