• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útköll og aðstoðarbeiðnir

Útköll og aðstoðarbeiðnir
Skálinn Addi í Garðsárdal mokaður upp í fyrra.

Nokkuð hefur verið um útköll og aðstoðarbeiðnir undanfarið.

Þann 26. febrúar sl. voru kallaðar út sveitir af svæði 10 og 11 vegna neyðarmerkis frá SPOT staðsetningartæki. Frá Dalbjörg fóru tveir menn á sleðum auk snjóbíls af stað úr húsi. Lagt var af stað upp Vatnahjallann frá Hólsgerði um kl. 18. Veður var með versta móti og sóttist ferðin seint og stoppaði hluti hópsins í Berglandi sökum þess að ekkert skyggni var á svæðinu. Mennirnir fundust síðan um kl. 23:00 heilir á húfi og var komið til byggða.

Aðstoðarbeiðni barst seinnipart dags þann 7. mars sl. vegna jeppamanna sem voru á ferð við Eyjafjörð og höfðu farið niður Gönguskarð ofan í Garðsárdal. Aðstoð þurfti við að koma bílunum upp á ný, en ekki var hægt að aka lengra niður sökum snjóleysis. Um 5 bíla var að ræða sem þurfti að spila upp. Aðgerðin gekk vel og félagar voru komnir í hús rétt upp úr miðnætti.

Eins og eflaust allir hafa orðið varir við er veður mjög slæmt á landinu og eru fjölmargir björgunarsveitarmenn að störfum út um allt land. Tveir félagar Dalbjargar fóru þann 14. mars til aðstoðar að bænum Brúnum í Eyjafjarðarsveit þar sem stór fjárhúsgluggi brotnaði vegna veðurs. Sú aðstoðarbeiðni barst um kl. 11:30 og gekk vel að loka gatinu. 

Eftir aðstoðina á Brúnum fóru þrír félagar Dalbjargar til aðstoðar á Sigtúnum, en þar hafði stór súrheysturn fokið um koll í rokinu og lent á hluta af hlöðu á bænum. Sem betur fer slösuðust hvorki menn né dýr, en hlaðan skemmdist talsvert. 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is