• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útkall í Litla-dal 10. janúar

Útkall í Litla-dal 10. janúar
Þyrlan tyllti niður á stalli í brekkunni.

Laugardaginn 10. janúar voru Dalbjörg og Súlur á Akureyri kallaðar út vegna slasaðs göngumanns í Litla-Dal. Maðurinn hafði verið ásamt fleirum við fjárleit, en skrikaði fótur og rann niður mikið harðfenni og slasaðist nokkuð við það. Sex manns frá Dalbjörg fóru á staðinn ásamt fleirum frá Súlum, sjúkraflutningamönnum og lögreglu. 

Búið var um manninn og ákveðið að kalla til þyrlu til að flytja hann á sjúkrahús þar sem erfitt var að flytja hann til byggða miðað við aðstæður. Maðurinn var fluttur nokkur hundruð metra niður brekkuna á stall þangað sem þyrlan gat lent. Maðurinn var síðan fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. Aðgerðin gekk vel miðað við aðstæður.

Við sendum góðar kveðjur til mannsins og fjölskyldu hans og óskum honum góðs bata.

Ljós­myndir við fréttina: ​Guðmund­ur Örn Magnús­son/​Odd­ur Steinn Ein­ars­sonHópur björgunarmanna við börurnar

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is