• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útkall í Hlíðarfjalli 14. janúar

Útkall í Hlíðarfjalli 14. janúar
Kristján á vettvangi.

Upp úr kl. 16 þann 14. janúar barst útkall til Dalbjargar, Súlna og Dalvíkurfélaga um slasaðan vélsleðamann í Hlíðarfjalli. Tíu félagar fóru af stað frá Dalbjörg á tveimur jeppum sveitarinnar, tveimur sleðum og einu Timbersled tæki. Maðurinn hafði verið á ferð ásamt fleirum á vélsleðum rétt við Stórahnjúk í Hlíðarfjalli og slasast. Farið var á sleðum á staðinn ásamt snjótroðara frá skíðasvæðinu sem flutti sjúkraflutningamenn og fleiri björgunarmenn upp ásamt búnaði. Sleðar Dalbjargar drógu síðan upp frekari búnað ásamt tjaldi sem tjaldað var yfir sjúklinginn á meðan beðið var flutnings, en ákveðið var sökum aðstæðna að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að flytja manninn á Sjúkrahúsið á Akureyri. 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is