• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útkall í Djúpadal

Útkall í Djúpadal
Aðstæður voru krefjandi.

Þann 9. september klukkan 16:20 barst útkall vegna gangnamans sem fallið hafði í gil, inn á Djúpadal, við minni Strjúksárdals. Gangnamaðurinn hafði fallið niður í gil, tæpa 16 metra.

Um 16:50 fóru Dalbjörg 1 og 2 úr húsi, með 8 menn, auk þess sem einn var í svæðisstjórn. Í útkallinu tóku einnig þátt; Súlur Björgunarsveitin á Akureyri, Björgunarsveitin á Dalvík, Slökkviliðið, Lögreglan og Landhelgisgæslan.

Búið var um sjúklinginn í þyrlusekk sveitarinnar og var hann hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Með henni var hann fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri. 




comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is