• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útkall - Dalsmynni

Þann 30.12 síðastliðinn klukkan 13:40 var sveitin kölluð út. Óskað var eftir fjallabjörgunarmönnum til að aðstoða við að koma tveimur slösuðum konum niður af fjalli við Dalsmynni. Framundan var gífurlega erfitt fjallabjörgunarverkefni.

Fjórir félagar með reynslu og menntun í fjallabjörgun héldu af stað ásamt bílstjóra. Þyrla Landhelgisgæslunnar ásamt björgunarsveitum kom fljótlega annarri konunni niður af fjallinu. Setja þurfti upp tryggingar niður alla fjallshlíðina til að flytja hina konuna, tryggða í línu, að sjúkrabíl. Aðgerðin var stór og krefjandi en gekk vel. Eftir að settar höfðu verið upp tryggingar tók 2klst að flytja konuna niður. 

Verkefnið leystist og var okkar fólk komið aftur í Dalborg um klukkan 20:00.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is