• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útköll að undanförnu

1. júní

Flugatvik í Kinnafjöllum. Þrír menn fóru frá Dalbjörg í útkallið. Tveir á sleðum og einn á jeppa. Útkallið var þó afturkallað áður en okkar fólk kom á staðinn. Verkefni lokið.

4. júní

Þennan dag um klukkan 10:30 var sveitin kölluð út, ásamt Súlum á Akureyri, til að sækja slasaðan einstakling á hálendið. Sex félagar fóru af stað á tveimur jeppum og sleðabíl með tveimur sleðum. Ekki var hægt að komast með góðu móti að fólkinu nema á sleðum en björgunarlið þurfti að koma sleðunum á bíl upp Vatnahjallann. Allt gekk þetta vel og var björgunarlið komið heim um klukkan 17.

18. júní

Sveitin kölluð út til að hefja eftirgrennslan eftir konu á Glerárdal. Fimm manna gönguhópur leggur af stað úr húsi. Málið leystist áður en gönguhópar voru komnir af stað inn dalinn.

23. júní

F1, neyðarboð berst frá neyðarsendi í flugvél. Sex félagar frá Dalbjörg drifu sig af stað á tveimur bílum. Ekki reyndist hætta á ferðum.

8. júlí

Sveitinni barst útkall vegna fólksbíls sem var fastur á leið fram Eyjafjarðardalinn. Tveir voru um borð í bílnum. Tveir félagar lögðu af stað til að bjarga mönnunum en var þeim snúið við þar sem mennirnir höfðu fengið far með vel búnum bíl til byggða.

6. september

Hjálparsveitinni barst útkall þar sem hestakona hafði fallið af baki og slasast í Hraunárdal sem gengur inn af Sölvadal. Fóru sex meðlimir sveitarinnar ásamt tveimur sjúkraflutningamönnum á tveimur bílum sveitarinnar. Konan náði að hafa sig aftur á bak og kom til móts við björgunarmenn. Um tveimur tímum síðar, þegar hlúið hafði verið að konunni, var hún flutt með sjúkrabíl til byggða þar sem hún fór til frekari skoðunar.

 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is