• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útkall 1. febrúar

Útkall 1. febrúar
Í björgunaraðgerðum

Að kvöldi sunnudagsins 1. febrúar barst aðstoðarbeiðni frá lögreglu vegna ferðalanga sem voru í vandræðum austan við Laugafell. Þar voru á ferð sjö manns á þremur bílum og fóru fjórir Dalbjargarfélagar af stað til aðstoðar.

Þegar beiðnin barst var almennur fundur í Dalborg svo nægur mannskapur var til að manna bílana sem fóru af stað, sem og til að undirbúa ferðina. Tveir bílar frá Dalbjörg fóru af stað og freistuðu þess að komast upp Kerhólsöxl í Sölvadal, en snjóbíll frá Súlum fór upp á hálendið frá Öxnadalsheiðinni. Bílar Dalbjargar lögðu af stað um kl. 23:00 og sóttist ferðin hægt upp öxlina, en um kl. 03:00 um nóttina kom upp bilun í öðrum bílnum. Þá var ákveðið að hinn Dalbjargarbíllinn færi upp Bárðardal með þrjá félaga innanborðs, ásamt bílum frá Súlum og Þingey. Lagt var af stað frá Mýri í Bárðardal um kl. 06:00. 

Snjóbíllinn kom að fólkinu um kl. 7:30 að morgni 2. febrúar og bílarnir sem fóru upp úr Bárðardalnum í kjölfarið. Hugað var að fólkinu sem var við góða heilsu og hafði hafst við í bílunum um nóttina. Síðan var lagt af stað aftur til byggða, en einn bílinn þurfti að draga sökum bilunar. Farið var af stað um kl. 10 og sóttist ferðin seint. Komið var niður í Bárðardalinn á milli 18 og 19 og komu seinustu björgunarmenn til Akureyrar um kl. 20:40, um sólarhring eftir að aðstoðarbeiðnin barst. Við komuna í H12, húsnæði Súlna, beið heitur matur eftir mannskapnum, en það var vel þegið eftir langa törn.

 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is