• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Sumarið og starfið framundan

Sumarið og starfið framundan
Annað björgunarleikaliðið á Ísafirði 2015!

Nú líður að hausti og fer starfið okkar þá að hefjast á ný. 

Það hefur þó nóg verið að gera hjá okkur í sumar. Að venju tók vinna við Handverkshátíðina mikinn tíma og skipulagningu og var fjöldi félaga sem lagði hönd á plóginn, hvort sem var með því að taka vaktir, setja upp skilti, tjöld og sýningarkerfi eða með aðstoð á annan hátt. 

Nokkrir félagar fóru í hálendisgæslu vikuna 17.-24. júlí og gekk það ljómandi vel. 

Starfið í vetur hefst að venju með fyrsta almenna fundi vetrarins á fyrsta sunnudegi septembermánaðar, þann 4. september nk. kl. 20:30. Nýjir félagar eru auðvitað sérstaklega boðnir velkomnir. 

Námskeið

Vert er að nefna að það er mikið um að vera í námskeiðshaldi hjá okkur í vetur eins og verið hefur undanfarin ár og eru öll okkar námskeið og námskeiðin hér í kringum okkur komin á dagskrána okkar, sjá hér. Fyrsta námskeið vetrarins hér á svæðinu er á Dalvík 2.-4. september í Leitartækni

Þá verður námskeiðið Fyrsta hjálp 1 haldið hjá okkur 16.-18. september og hvetjum við alla sem eiga það eftir (og þá sem vilja rifja upp) til að skrá sig á það, enda grundvallarnámskeið. Einnig munum við halda endurmenntunarnámskeið í fyrstu hjálp í janúar og síðan Fyrstu hjálp 2 eftir áramótin. 

Fjallabjörgun grunnnámskeið verður haldið 7.-9. október og er nauðsynlegt fyrir þá sem vilja vera í spottahóp í vetur. Forkröfurnar þar eru Fjallamennska 1. 

Að öðru leyti hvetjum við ykkur til að skoða dagskrána okkar og dagskrá Björgunarskólans. Gott er að skrá sig tímanlega á námskeiðin - en þó ekki með svo löngum fyrirvara að námskeiðin gleymist eða að ske kynni að dagskráin ykkar breytist mikið. Ef svo fer er nauðsynlegt að senda póst til Björgunarskólans og afskrá sig af námskeiðinu.

Athugið einnig að Björgunarskólinn er með fjarnám í flestum grunnnámskeiðunum. Þið sjáið þau námskeið með því að fara inn á dagskrá Björgunarskólans og smella á "Staðsetning" í efstu línunni. Færið ykkur svo neðar á síðunni þar til þið sjáið "Fjarnám" í staðsetningarreitnum og þá sjáið þið hvenær hvert námskeið er keyrt. 

Námskeiðin Öryggi við sjó og vötn, Björgunarmaður í aðgerðum, Hópslys og Aðkoma að flugslysum eru þó alltaf opin svo hægt er að taka þau heima þegar tími gefst til - þótt auðvitað sé ákjósanlegt að taka þau í hóp og eru þau haldin reglulega í húsi hjá okkur.

Útkallsskrá

Útkallsskráin verður uppfærð fyrir veturinn. Þeir sem eru komnir með þau lágmarksnámskeið og aldur sem til þarf, skulu hafa samband við stjórn og senda ferilskrá frá Björgunarskólanum á dalbjorg@dalbjorg.is. 

Sjá reglur um útkallsskrána hér.

Hlökkum annars til að sjá ykkur 4. september.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is