• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Stóra Dalbjargarferðin

Stóra Dalbjargarferðin
Úr haustferð 2014.

Stóra Dalbjargarferðin verður farin helgina 4.-6. mars. Ætlunin er að stefna aðeins í vesturátt og dvelja í Ströngukvíslarskála báðar nætur ferðarinnar. Dagarnir verða svo notaðir til þess að skoða svæðið í kring og auðvitað verður farið í þá átt sem býður upp á besta veðrið. 

Brottfarartími frá Dalborg er kl. 17:00 föstudaginn 4. mars. Kostnaður er kr. 5.000 á mann með gistingu báðar nætur og sameiginlegum kvöldmat á laugardagskvöldinu. Að öðru leyti sér fólk um sitt eigið nesti í ferðinni og allir verða að passa upp á að hafa meðferðis viðeigandi hlífðarfatnað, góða skó, aukaföt og annað sem skiptir máli. 

Skráning er hér í athugasemdum og eins og alltaf reynum við að koma öllum með sem vilja. Gott væri ef við gætum lokið skráningu á miðvikudagskvöld.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is