• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Stærstu litlu-jólin

Stærstu litlu-jól Dalbjargar verða haldin laugardaginn 3. desember nk. í Funaborg. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 19:30. Við hvetjum félagsmenn til að mæta og vekjum athygli á að makar eru velkomnir. Til að hvíla okkur aðeins á jólamatnum svona fyrir jólin verður íslenskt lambakjöt á boðstólum ásamt óáfengjum drykkjum og kaffi. 

Eins og oft áður verður pakkaleikur, en hver þátttakandi kaupir þá eina gjöf að verðmæti hámark 2000 kr. 

Við þurfum að fá skráningu í síðasta lagi mánudaginn 28. nóvember svo unnt sé að ákveða matarmagnið. Veislustjóri er Ólína, sími 8480834 og tekur hún á móti skráningum ef aðilar geta ekki skráð sig á veraldarvefnum. Ef félagar hafa áhuga á því að koma með eitthvað skemmtilegt á dagskrá er það vel þegið og má hafa samband við Ólínu varðandi það líka.

Við lofum góðum mat, rífandi skemmtidagskrá, miklu dansiballi og bullandi gleði!

Kveðja, nefndin.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is