• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Samæfing á svæði 11

Samæfing á svæði 11
Flottir félagar hér á ferð.

Þann 14. október var haldin samæfing hjá björgunarsveitum á svæði 11. Í æfingunni tóku þátt ásamt Dalbjörg, Björgunarsveitin Súlur á Akureyri og Björgunarsveitin á Dalvík. 

Súlumenn sáu um skipulagningu á æfingunni. Sveitirnar hittust í H12 klukkan 8:00 þennan ágæta laugardagsmorgun. Þar var hópnum, sem taldi um 40 manns, skipt í 3 hópa blandaða sveitum.

Haldið var inn á Glerárdal en þar var búið að setja upp þrjú verkefni. Tvö fjallabjörgunarverkefni og eitt leitartæknisverkefni. Verkefnin voru krefjandi og skemmtileg, við allra hæfi. 

Sex félagar fóru frá Dalbjörg á tveimur bílum. Þeir höfðu mjög gaman af og stóðu sig vel, að eigin sögn.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is