• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Námskeið þessa dagana

Námskeið þessa dagana
Frá endurmenntun í fyrstu hjálp

Nú er mikið að gera í námskeiðum hjá okkur. 

Síðustu vikur hafa verið haldin þónokkur námskeið hér á svæðinu sem okkar fólk hefur sótt. Hegðun týndra var haldið um miðjan mánuð á Akureyri og sóttu það fjórir félagar. Björgunarmaður í aðgerðum var í Dalborg þann 17. janúar og mættu allnokkrir félagar til að hlusta á þann fyrirlestur. Á Grenivík var bifreiðastjóranámskeið sem einn félagi sótti og svo var haldið endurmenntunarnámskeið í fyrstu hjálp hjá okkur 31. janúar, en á það mættu um 20 manns. Þá sótti einn félagi endurmenntun í vettvangshjálp í óbyggðum helgina 3.-5. febrúar. 

Af þessu má sjá að það er mikil gróska í menntuninni hjá okkur þessa dagana sem er auðvitað frábært!

En það verður lítið hlé á námskeiðum. Helgina 10.-12. febrúar verður Hópstjórnun á Dalvík. Snjóflóð 1 og 2 verður haldið í vetur, mögulega í febrúar. Þá verður Fjallamennska 2 á Dalvík fyrstu helgina í mars, Ferðamennska og rötun hjá okkur 10.-12. mars og Fyrsta hjálp 2 verður í Dalborg síðustu helgina í mars. 

Mörg þessara námskeiða eru hluti af Björgunarmanni 1 og nauðsynleg til að komast á útkallslista. Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur í tíma á þau námskeið sem þið viljið sækja. Ef í ljós kemur að þið komist ekki, munið þá að láta Björgunarskólann vita. 

d


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is