• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Margt framundan á nýju ári

Nú er nýtt ár gengið í garð og líður að fyrsta almenna fundi ársins sem verður á sunnudaginn. 

Flugeldasalan er nýyfirstaðin og gekk afar vel og þið eigið hrós skilið fyrir alla vinnuna sem innt var af hendi í kringum söluna.

Í gær barst útkall vegna leitar að sleðafólki á Langjökli, en ætlunin var að fara af stað í fyrramálið. A.m.k. þrír félagar gerðu ráð fyrir að fara af stað, en fólkið fannst svo um kl. 21 í gærkvöldi, heilt á húfi. 

Það verður nóg að gera hjá okkur á næstunni, sérstaklega í námskeiðahaldi. Hvet alla félaga til að skoða upplýsingar um námskeið hjá SL, til dæmis skiptinguna í Björgunarmann 1, 2 og 3. Upplýsingar má sjá héren einnig á innra svæðinu ykkar hjá Björgunarskólanum. 

Fyrir þau sem náðu ekki að taka Fjallamennsku 1 fyrir áramót, þá verður það á Ólafsfirði 13.-15. janúar nk. Eitt af þeim námskeiðum sem þarf að hafa til að komast á útkallslista. Mjög skemmtilegt.

Björgunarmaður í aðgerðum er kvöldnámskeið sem verður haldið 17. janúar. Það er hluti af Björgunarmanni 1 og um að gera að skella sér í Dalborg og klára þetta með hópnum.

Grunnnámskeið í fjallabjörgun verður svo 20.-22. janúar hér hjá okkur - svakalega skemmtilegt námskeið sem er fyrir alla (ekki bara þá sem hafa gaman af því að hanga í spotta). Gott fyrir alla að kunna aðeins og geta aðstoðað við uppsetningu kerfa og grunnatriðin í fjallabjörgun.

Endurmenntun í fyrstu hjálp verður haldið 31. janúar. Mæli með þessu fyrir alla sem hafa tekið fyrstu hjálp og vantar að hressa upp á minnið!

Svo heldur þetta áfram - Hópstjórnun á Dalvík, stefnt að Snjóflóð 1 og 2 dagana 23.-26. febrúar, Fjallamennska 2 á Dalvík og Ferðamennska og rötun verður haldið hjá okkur 10.-12. mars.

Skoðið dagskrána okkar hér í linknum og endilega skráið ykkur tímanlega á þessi námskeið! Muna líka að láta vita ef eitthvað breytist og þið komist ekki. 

Hér má svo finna upplýsingar um námskeiðin sem þarf til að komast á útkallslista hjá okkur. Ef þið eruð komin með öll þessi námskeið, þá sendið þið ferilskrána á stjórn og við bætum ykkur við listann.

Svo verður Tækjamót 31. mars, Landsþing og Björgunarleikar í maí og fullt af fleiri skemmtilegum námskeiðum!

Sjáumst á fundi á sunnudaginn - nýjir félagar velkomnir!

 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is