• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Haustferð 2017 - Ferðadagbók

Haustferð 2017 - Ferðadagbók
Glæsikerrur og Gráni

Laugardaginn 21. október héldum við í okkar árlegu haustferð. Var ferðinni heitið í Laugafell. 

Það var klukkan 8:30 á laugardeginum sem ævintýrasæknir Dalbjargarfélagar mættu í hús. Já nema þeir sem sváfu yfir sig, en þeir birtust laust fyrir 9. Klukkan 9 var lagt í hann og hópurinn var kominn nokkuð áfallalaust í Laugafell uppúr 12. 


Við ókum því næst smá hring í kring um Laugafell. Kíktum í Grána, Landakot, Sandbúðir og renndum að lokum forsetaleiðina aftur í Laugafell. Ferðin gekk vel þó eitthvað hafi verið um húddopnanir og fleira. Auk þess sem sum dekkin voru stundum eitthvað loftminni en önnur. 
     Þá var komið að snæðingi. Um kvöldið var grillað lambakjöt og sá Guðlaug um sósur og annað meðlæti af mikilli snilld. Við lauguðum okkur og lögðumst loks til hvílu í Hjörvarsskála. 

Á sunnudagsmorgninum lá leiðin beint heim á leið og fórum við sömu leið og á laugardeginum, Eyjafjarðarleið. 


Viðurkenningar helgarinnar:

Færasti húddopnarinn: Kristinn Örn

Nuddglaðasti bílstjórinn: Ragnar Ágúst

Loftlausasta dekkið: Vinstra framhjól á Patrol

Gleymnasti bensínlokalokarinn: Ólafur Ingi

Félagslyndasti farþeginn: Guðlaug Sigríður

Hressasti sögumaðurinn: Ingi

Fallegasti formaður ferðarinnar: Kristján Hermann

 

 

 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is