Vaktir og vinna við Handverkshátíð
Nú er frekari vinna framundan vegna Handverkshátíðarinnar.
Þriðjudaginn 4. ágúst - Þennan dag byrjum við kl. 16:00 að setja upp tjöldin.
Miðvikudaginn 5. ágúst - Tjaldauppsetning kl. 10:00 og frameftir degi . Okkur vantar margar hendur allan þennan dag, frá morgni og þar til öll tjöld eru komin upp.
Endilega látið vita í athugasemdum hvort þið komist þessa tvo daga og þá hvenær - það er frábært ef þeir sem komast ekki gætu einnig látið vita, það minnkar skipulagsvinnu! En við gerum auðvitað ráð fyrir að sem allra flestir mæti, margar hendur vinna létt verk!
Gæsluvaktir á Handverkshátíðinni sjálfri. Við verðum með bæði sjúkragæslu og bílastæðagæslu á hátíðinni. Jóhann sér um skráningu og utanumhald á þær vaktir, hægt er að ná í hann í síma 8474041.
Við þurfum að manna alla daga, þ.e. fimmtudaginn 6. ágúst til sunnudagsins 9. ágúst frá opnun til lokunar og einnig þurfum við fólk í grillið á laugardagskvöldinu.
Opnunartími Handverkshátíðar er fimmtudag til laugardags frá kl. 12-19 og frá kl. 12-18 á sunnudeginum.
Fyrsta fólk í gæslu, þ.e. tveir aðilar, mæta í gæslu kl. 11 á morgnana. Rétt upp úr hádegi eða um kl. 13-14 bætast við 2-4 í viðbót. Vöktum verður raðað upp eins og hentar eftir því hvenær félagar komast, Jóhann sér um það.
Grillið verður eins og venjulega á laugardagskvöldinu og í það þurfum við allar lausar hendur.
Frágangur verður svo strax eftir lokun á sunnudeginum, frá kl. 18 og frameftir. Á mánudagskvöldið þurfum við að koma sýningarkerfinu inn í gám.
Þriðjudagur uppsetning - Eiður, Ragnar, Bubbi, kannski Íris, Sunna, kannski Eysteinn, Ingi, Sigmar, Halli, Jói Jak, Helga, Hreiðar, Ingi, Bjarney, Friðrik frá kl. 17, Palli...
Miðvikudagur uppsetning - Eiður, Ragnar, Bubbi, Íris, Sunna, kannski Eysteinn, Ingi, Sigmar, Halli, Jói Jak, Helga, Hreiðar, Ingi, Bjarney til kl. 16, Friðrik frá kl. 17...
Fimmtudagur gæsla
- Jóhann 10-13. Íris 9:30-19, Sigmar 11-19, Helga allan daginn.
Föstudagur gæsla
- Jóhann 10-14, Ólína 11-19, Hreiðar 11-19, Ólafur Ingi 14-19, Ágúst Örn 14-19, kannski Friðrik.
Laugardagur gæsla
- Jóhann 10-13. Íris 16-19, Sigmar 11-19, Hreiðar 11-21, Bjarney 11-19, Sunna 13-19, Snorri Már, Ragnar Ágúst.
Grill á laugardagskvöldi
- Íris, Eiður, Bubbi, Elmar, Bjarney, Friðrik, Bjarki, Snorri Már, Ragnar Ágúst, Jóhann...
Sunnudagur gæsla - Jóhann 10-13, Helga 12-18, Íris eftir kl. 16, Gulla 11-18 VANTAR tvo
Sunnudagur frágangur - Eysteinn, Helga, Sigmar, Halli, Jói Jak, Eiður, Ragnar, Bubbi, Ingi, Hreiðar, Ingi, Bjarney, Friðrik, Palli, Gulla, Bjarki
Mánudagskvöld frágangur - Ragnar, Eiður, Gulla...
Skráning á vaktir er hér í athugasemdum eða hjá Jóhanni í síma 8474041. Látið vita hvenær þið komist á vaktir og einnig hvort þið getið verið með í grillinu, uppsetningu og frágangi. Einnig hægt að láta Sunnu vita með sms í síma 6697965.
Munið að það auðveldar okkur alla vinnu ef það er líka látið vita um þá sem komast lítið eða ekkert! Hvet sem flesta til að skrá sig í tjaldauppsetningu, gæslu, grill og frágang , það er mun auðveldara að dreifa vinnunni á fleiri hendur!
Kv. stjórnin.








