Útkall Gulur leit við Varmahlíð
Björgunarsveitir á svæði 11 (Eyjafjörður) voru kallaðar út upp úr kl 7 í morgun vegna þriggja pilta sem strokið höfðu af
meðferðarheimilinu Háholti í Skagafriði.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði höfðu leitað piltanna frá því um eitt
leytið í nótt.
Piltarnir fundust á níunda tímanum heilir á húfi, á göngu í Varmahlíð.
Samkvæmt frétt á mbl.is "voru þeir í nokkuð góðu standi þegar þeir fundust og virtust ekki hafa orðið meint af. Þeir voru
blautir og kaldir, en ekkert amaði að þeim að öðru leyti,“ sagði talsmaður lögreglunnar á Sauðárkróki.
Níu manns frá Dalbjörg voru að leggja af stað frá Akureyri auk þess sem einn maður var starfandi í svæðisstjórn þegar leitin
var afturkölluð.








