Útköll að undanförnu

13. september 2018

1. júní

Flugatvik í Kinnafjöllum. Þrír menn fóru frá Dalbjörg í útkallið. Tveir á sleðum og einn á jeppa. Útkallið var þó afturkallað áður en okkar fólk kom á staðinn. Verkefni lokið.

4. júní

Þennan dag um klukkan 10:30 var sveitin kölluð út, ásamt Súlum á Akureyri, til að sækja slasaðan einstakling á hálendið. Sex félagar fóru af stað á tveimur jeppum og sleðabíl með tveimur sleðum. Ekki var hægt að komast með góðu móti að fólkinu nema á sleðum en björgunarlið þurfti að koma sleðunum á bíl upp Vatnahjallann. Allt gekk þetta vel og var björgunarlið komið heim um klukkan 17.

18. júní

Sveitin kölluð út til að hefja eftirgrennslan eftir konu á Glerárdal. Fimm manna gönguhópur leggur af stað úr húsi. Málið leystist áður en gönguhópar voru komnir af stað inn dalinn.

23. júní

F1, neyðarboð berst frá neyðarsendi í flugvél. Sex félagar frá Dalbjörg drifu sig af stað á tveimur bílum. Ekki reyndist hætta á ferðum.

8. júlí

Sveitinni barst útkall vegna fólksbíls sem var fastur á leið fram Eyjafjarðardalinn. Tveir voru um borð í bílnum. Tveir félagar lögðu af stað til að bjarga mönnunum en var þeim snúið við þar sem mennirnir höfðu fengið far með vel búnum bíl til byggða.

6. september

Hjálparsveitinni barst útkall þar sem hestakona hafði fallið af baki og slasast í Hraunárdal sem gengur inn af Sölvadal. Fóru sex meðlimir sveitarinnar ásamt tveimur sjúkraflutningamönnum á tveimur bílum sveitarinnar. Konan náði að hafa sig aftur á bak og kom til móts við björgunarmenn. Um tveimur tímum síðar, þegar hlúið hafði verið að konunni, var hún flutt með sjúkrabíl til byggða þar sem hún fór til frekari skoðunar.

 

Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 2. janúar 2026
The body content of your post goes here. To edit this text, click on it and delete this default text and start typing your own or paste your own from a different source.
Eftir Sunna Axelsdóttir 6. júlí 2025
Góðan daginn, þetta er flugstjórinn sem talar.
24. maí 2024
Aðalfundur var haldinn að Ytra-Gili þann 20. maí sl. og ný stjórn kosin.
26. apríl 2024
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2024 verður haldinn þann 20. maí kl. 20:00.
20. september 2023
Fyrsti hittingur unglingadeildarinnar var haldinn þriðjudagskvöldið 19. september þar sem var farið í kassaklifur og farið stuttlega yfir flutning í börum.
5. september 2023
Nú er komið að fyrsta almenna fundi vetrarins sem verður haldinn sunnudaginn 10. september nk. í Dalborg kl. 20:30.
14. maí 2023
Björgunarleikar og Landsþing SL var haldið á Akureyri um helgina og landaði lið Dalbjargar í Björgunarleikunum, "Made in Sveitin", 3. sæti af 16 liðum!
5. maí 2023
Aðalfundur Dalbjargar var haldin sunnudagskvöldið 30. apríl á Ytra-Gili hjá þeim eðalhjónum Sigurgeir og Bylgju.Á fundinum var farið yfir venjuleg aðalfundarstörf, s.s. skýrslu stjórnar, skoðun reikninga, framboð til stjórnar, fullgilda félaga frá síðasta aðalfundi og nýliða ásamt fleiru. Sigurgeir Hreinsson var fundarstjóri og Bjarney Guðbjörnsdóttir fundarritari.Kosið var um 3 aðila í stjórn og komu 3 framboð þannig það má segja að þeir aðilar hafi verið sjálfkjörnir.Eftirfarandi aðilar gáfu kost á sér til stjórnarsetu:Elmar SigurgeirssonHreiðar Fannar VíðissonVíðir Sveinn ÁgústssonEinnig var kosið til gjaldkera og gaf Jóhannes Jakobsson kost á sér, en hann hefur sinnt gjaldkerastarfinu í nokkurn tíma. Ekki bárust fleiri framboð svo Jóhannes var kosinn gjaldkeri Dalbjargar.Í vara stjórn eru þá eftirfarandi aðilar:Bjarki Búi ÓmarssonGyða Sjöfn Njálsdóttir
2. maí 2022
Aðalfundur Dalbjargar var haldin sunnudagskvöldið 1. maí kl. 20 á Brúnir Horse.Á fundinum var farið yfir venjuleg aðalfundarstörf, s.s. skýrslu stjórnar, skoðun reikninga, framboð til stjórnar, fullgilda félaga frá síðasta aðalfundi og nýliða ásamt fleiru. Ragnar Jónsson var fundarstjóri og Bjarney Guðbjörnsdóttir fundarritari.Kosið var um 4 aðila í stjórn og komu 4 framboð þannig það má segja að þeir aðilar hafi verið sjálfkjörnir.Eftirfarandi aðilar gáfu kost á sér stjórnarsetu:Kristján Hermann TryggvasonVíðir Sveinn ÁgústssonHreiðar Fannar VíðissonElmar Sigurgeirsson Og Kristján bauð sig fram til formanns, en hann hefur setið áður sem formaður óskum við honum til hamingju með þann titil.Gyða Sjöfn Njálsdóttir fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér aftur til formennsku, þökkum við henni fyrir vel unnin störf síðastliðin 2 ár. En hún segir þó ekki skilið við starfið og gaf kost á sér til varamanns.Í vara stjórn eru þá eftirfarandi aðilar:Gyða Sjöfn NjálsdóttirBjarki Búi Ómarsson
14. apríl 2022
Föstudaginn langa, þann 15. apríl 2022 ætlar Hjálparsveitin Dalbjörg að bjóða gestum að koma í heimsókn. Eins og undanfarin ár efnum við til göngu frá húsi okkar Dalborg. Gengið verður eftir útivistastígnum fína. Ýmsar vegalengdir eru í boði, frá 2,5 km til 12 km., svo að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að göngu lokinni bjóðum við uppá stórglæsilegt vöfflukaffi.Það verður opið hús, þar sem gestir geta skoðað og fræðst um starf sveitarinnar. Gangan hefst stundvíslega kl. 10:00. Þátttökugjald í gönguna eru 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri og 500 kr. fyrir 6-12 ára og innifalið í því er vöfflur og drykkir að lokinni göngu. Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á reikning okkar, 0302-26-012482 og kt. 530585-0349.Við hvetjum auðvitað sem flesta til að mæta, ganga, skokka eða hjóla og styðja við bakið á Dalbjargarfélögum. Hlökkum til að sjá ykkur!
Fleiri færslur