Unglingadeildin
Unglingadeildin hefur margt að gera um þessar mundir og þátttakan er góð. Um miðjan janúar var haldinn skemmtidagur í Bangsabúð sem
heppnaðist mjög vel.
Þangað mættu um 14 krakkar auk meðlima í hjálparsveitinni. Hópnum var skipt í tvennt, annar helmingurinn fór út að síga af
þakinu en hinn var inni að kynna sér skyndihjálparbúnaðinn. I
nni í húsi voru Sunna og Marsibil með sjúkrabúnaðinn. Þar var allt prófað sem hægt var að prófa, þeim var leiðbeint
með að binda sjúkling á bakbretti og setja í börur, þau prófuðu KED vesti og hálskraga, við tókum
blóðþrýstinginn og mældum súrefnismettun og svo mætti lengi telja.
Úti voru Halli og Tobba með sig niður af þakinu og skemmtu krakkarnir sér ekki síður vel þar. Þau lærðu að setja á sig
sigbeltin og hvernig þau ættu að bera sig að við að síga. Sumum leist svo vel á að þau fóru oftar en einu sinni.
Þegar allir voru búnir að prófa báðar stöðvar voru Eiður og Ingi með stutta kynningu um fjarskipti og GPS tæki og reyndist það ekki
síður gagnlegt.
Eins og sjá má heppnaðist dagurinn rosalega vel, og okkur entist ekki tími til að gera allt sem okkur langaði til. En það er auðvitað bara
góð ástæða til að hittast aftur, og það er einmitt áformað í næstu viku. Þá ætla krakkarnir frá
Svalbarðsströnd líka að kíkja til okkar.
Sjáumst hress í næstu viku
kveðja, frábæru umsjónarmennirnir:)








