Unglingadeild
Sælir krakkar
Við viljum byrja á því að óska öllum gleðilegra páska og vonum að þið njótið páskafrísins!
Einnig viljum við minna ykkur á að við ætlum í klifurvegginn í Súluhúsinu laugardaginn 29. mars og þeir sem vilja fara með verða
að skrá sig.
Einnig urðu mistök í síðasta Boða sem var sendur, en það er búið að panta peysurnar ykkar. Enginn hefur þó haft samband svo
sennilega hefur enginn misst af pöntun. Við vitum ekki hvenær peysurnar koma en látum ykkur vita um leið og við fáum upplýsingar um það.
Svo er það Útivistarskólinn, endilega hafið samband ef ykkur vantar upplýsingar og við reynum að bjarga því. Talið líka saman um
dagsetningar svo þið getið farið saman í hóp ef margir vilja fara. Það er frábær upplifun að fara í Útivistarskólann og
við hvetjum ykkur til að fara.
Annars sjáumst við vonandi sem flest í klifri laugardaginn 29. mars!!
Kveðja umsjónarmennirnir








