Þegar skúffukökur bakast...
Nú er komið að frábæru handverkshátíðinni sem er haldin í sveitinni okkar á hverju ári. Í ár verður
hátíðin með örlítið breyttu sniði og við ætlum að taka meiri þátt í henni en við höfum áður gert - og
þetta verður bara skemmtilegt. Ásamt UMF Samherjum, Lions klúbbnum Vitaðsgjafa, Hestamannafélaginu Funa og kvenfélögum sveitarinnar ætlum við
að hjálpa til við að gera þessa hátíð sem glæsilegasta.
Það er tvennt sem við ætlum að gera:
Baka kökur og manna söluvaktir í tjaldinu okkar.
Allir þeir sem sleif geta valdið eru hvattir til að leggja sitt af mörkum og baka, heimilið græðir auðvitað bara á því þar sem
alltaf er hægt að baka aukaskammt! Hægt er að velja á milli þriggja "bökunarleiða":
- 2 skúffukökur og 100 muffins
- 2 gulrótartertur
- 2 konfekttertur (kókos)
Annað hvort eru þetta tvær ofnskúffur sem bakað er í eða 4 löng álform (fást í búðum). Ef þið bakið í
ofnskúffur passið þá upp á að merkja þær vel. Svo var okkur bent á að Betty Crocker pakki passar í eitt svona álform :)
Það vantar alveg fullt af kökum svo endilega leggið ykkar af mörkum. Ef þið getið ekki bakað gæti verið að Raggi geti fundið önnur
verkefni handa ykkur.
Næsta verkefni er að manna söluvaktirnar í tjaldinu okkar. Það vantar fólk á vaktir frá kl. 12-19 föstudag, laugardag, sunnudag og
mánudag. Við ætlum að reyna að hafa þetta bara eina vakt yfir daginn og fá svo fólk inn á milli til að leysa af.
Nú verða allir að vera duglegir og hjálpa til við þessa stærstu fjáröflun sumarsins sem er auðvitað mjög mikilvæg fyrir okkur.
Það er heill vetur framundan og við viljum geta gert alla skemmtilegu hlutina sem við gerum venjulega !
Hafið samband við Ragga í síma 8660524 ef þið viljið hjálpa til - sem þið viljið nú auðvitað :)








