Stóra helgin!
Þá eru nokkrir dagar í Landsþing, Björgunarleika og Árshátíð Landsbjargar sem haldið verður á Hellu 13-14 maí. Það eru 5 manns sem ætla að taka þátt í björgunaleikunum fyrir okkar hönd og fara þeir seinnipartinn á föstudag suður á Laugavatn á Patrol. Þeir gista þar og taka síðan þátt í leikunum og árshátíð á laugardagskvöldið. Síðan eru sjö manns sem ætla að taka þátt á þinginu og annari dagskrá og að sjálfsögðu árshátíðinni. Þingmannabíllinn leggur af stað snemma á föstudagsmorgun og er líklega pláss fyrir fleiri í honum. Gisting er á Laugavatni í mjög flottu húsnæði, taka með sér svefnpoka, sundföt og handklæði, það tekur síðan 50 mín að keyra niður á Hellu. Það er en þá möguleiki fyrir þá sem áhuga hafa að koma með en veriði snögg að hugsa og látið Pétur vita strax.. Þetta verður bara gaman.








