Óvissuferðin...
... heppnaðist auðvitað gífurlega vel og allir skemmtu sér konunglega. Það var reyndar ekki farið langt, en við þurfum nú ekki að yfirgefa
Eyjafjörðinn til að skemmta okkur.
Mæting var á Leirunni kl. 10:30 á laugardagsmorgni, og síðan var haldið út í óvissuna. Leiðin lá inn í sveit, þar sem
liðinu var skipt upp í 3 hópa sem reyndu sig svo við hinar ýmsu þrautir sem hin stórkostlega óvissunefnd eyddi mörgum dögum í að
undirbúa;)
Þrjár stöðvar voru fyrir þrautirnar, og á einni stöðinni reyndi á sveitahuginn í fólki. Þar var verkefnið að
rúnta um á lyftara, hoppa á trampólíni og handmjólka kú svo eitthvað sé nefnt. Eitthvað þvældist síðastnefnda
verkefnið fyrir sumum, sem bættu fyrir það með því að drekka mjólkina. Á næstu stöð þurfti fólk að brjóta
heilann um hvernig væri best að hella vatni á milli brúsa, leika sér á fjórhjóli og leita að týndum
snjóflóðaýlum. Á þriðju stöðinni var skyndihjálparverkefni þar sem hinir ýmsu þættir voru metnir hjá
liðunum, liðin þurftu að svara spurningum sem reyndust þeim miserfðar og rifja upp námskeið í fyrstu hjálp.
Fjórða þrautin var eins konar kapphlaup, þar sem liðin hlupu upp og niður sandhóla með börur og tíndu steina upp í þær. Eftir
þetta komu aukafötin sér vel, því sumir tóku upp á því að stinga sér til sunds með börurnar. Fólk var alveg
búið á því eftir hlaupið, en þar sem við erum kúbein þá tók ekki langan tíma að jafna sig. Næst stoppuðum
við á Hrafnagili og fórum í reipitog og heilsuðum upp á fólk á tjaldstæðinu.
Eftir þetta lá leiðin til Akureyrar þar sem liðin reyndu með sér í keilu, og þar kom í ljós að fólk er mishæft
í þessum létta leik, að minnsta kosti var ekki vilji hjá öllum til að tjá sig um stigin sín eftir leik. Því næst fóru
allir til síns heima og pússuðu sig upp, óvissunefndin taldi stig dagsins og um kvöldið grilluðum við saman og veittum dýrindis verðlaun.
Óvissunefndin vill þakka öllum fyrir þennan frábæra dag og skorar á vinningsliðið að setja saman nefnd að ári!
Takk fyrir okkur.








