Nýju sleðarnir klárir
Þá eru nýju sleðarnir okkar klárir í útköll og er búið að fara fyrsta prufurúntinn á þeim. Bubbi K og Hlynur hafa
staðið fyrir mesta þunganum að standsetja þá og er vel vandað til alls frágangs.
Það helsta sem var gert er að þeir voru negldir, settar naglavarnir í skúffu, rífarar í búkka, panna undir skrokkinn, talstöðvar og
GPS, töskur á húdd, taska aftan við sæti, custom smíðaðir bögglaberar á skúffu, bensín brúsi og sjópoki á
skúffu, merktir, stór límmiðahlíf á skúffu, dráttarbeysli ofl.
Hafa farið um 100 tímar í að gera þá eins vel úr garði og hægt er enda er sleðaflokkurinn mjög ánægður með
útkomuna.
Hér má sjá MYNDIR
af þeim klárum.








