Margt að gera í byrjun vetrar!
Jæja félagar, það er margt að gera hjá okkur strax í byrjun vetrar. Námskeið, haustferð og leyniverkefni, ásamt því að
unglingastarfið fer að hefjast.
Fyrst ber að nefna að 19. - 21. september verður rötunar- og ferðamennskunámskeið í Bangsabúð. Þetta eru í raun tvö
námskeið sem verður skeytt saman í eina helgi, og mikilvægt er að sem flestir skrái sig þar sem þau eru bæði hluti af Björgunarmanni
1. Námskeiðin sem þarf að taka til að verða Björgunarmaður 1 getið þið séð hér til hliðar undir "Námskeið",
eða á www.landsbjorg.is.
Ákveðið var að fara í haustferð fyrstu helgina í október, eða 3. - 5. október. Frekari fréttir af henni ásamt því
hvar á að skrá sig koma síðar.
Svo er eitt leyniverkefni í gangi í sveitinni, sem verður næsta laugardag, þann 13. september. Til að fá upplýsingar um það, og ef
þið viljið hjálpa til, hafið þá samband við Marsibil í síma 8689094.
Unglingastarfið fer einnig að byrja og eru það þær Marsibil og Guðlaug sem hafa yfirumsjón með því í vetur. Starfið hefur
þegar verið kynnt fyrir 9. og 10. bekk Hrafnagilsskóla, og vonumst við eftir góðri þátttöku, enda margt í boði fyrir hressa krakka. Fyrsti
fundur verður auglýstur síðar.
Í sumar fóru tvær stúlkur úr unglingadeildinni í Útilífsskólann á Gufuskálum og skemmtu sér rosalega vel.
Ferðasagan þeirra verður sett inn á síðuna um leið og hún er tilbúin.
Við hvetjum ykkur til að byrja veturinn af krafti og taka þátt í öllu sem býðst. Takið nýja félaga endilega með til að kynna
fyrir þeim sveitina.








