Langur og góður dagur
Páskagangan var gengin núna á föstudaginn langa í Eyjafjarðarsveit. Lagt var af stað frá Steinhólum (Bangsabúð) og genginn
hringurinn fram á Vatnsendabrú, niður að vestan og aftur yfir Hringmelsbrúna og til baka í Bangsabúð samtals 26 km.
Það voru um 50-60 manns á aldrinum 1/2 árs- 73 ára sem tóku þátt, gangandi, hjólandi eða sem farþegar í
barnavögnum.
Mikil stemming var meðal þáttakenda enda blíðskaparveður, 15 stiga hiti, sól og stíf sunnan gola. Hjálparsveitarbíll fór
síðan reglulega og færði fólk til og frá eftir því hvar því langaði að ganga eða hversu langt. Hjálparsveitin
bauð síðan upp á kaffi og djús að lokinni göngu í húsnæði sínu við Steinhóla.









