Haustferð og fleira skemmtilegt
Sæl öll!
Við ræddum hvaða námskeið okkur langar að taka í vetur. Fyrsta hjálp 2 verður haldið í nóvember fyrir þá sem eiga það eftir, og einnig þá sem vilja halda menntuninni við. Áhugi er fyrir því að halda námskeið í fjallabjörgun og í slysaförðun. Hópstjórnunarnámskeið verður haldið á Eyjafjarðarsvæðinu þann 9. nóvember og svo ætlum við líka að halda Tetra námskeið í vetur. Ef þið hafið fleiri hugmyndir að góðum námskeiðum sem ykkur langar til að fara á, endilega talið við stjórnina og látið vita af því. Fjarnámið verður áfram í boði og við hvetjum ykkur til þess að nýta ykkur það. Bjarney hefur tekið að sér að vera tengiliður fyrir yngri kynslóðina í hjálparsveitinni og reynt verður að sýna fyrirlestra úr fjarnámskeiðum í Félagsborg.








