Góður fundur í gærkvöldi
3. maí 2010
Á fundinum í gær var farið í gegnum mörg mál, gerðar breytingar á skipulagi og ákveðið að ráðast í
framkvæmdir, en yfir 20 manns mættu á fundinn. Helstu mál voru:
- Dagskrá fyrir árið var samþykkt og er komin inn á netið hér til hliðar.
- Boðunarferlið var rætt og kemur það inn á netið bráðlega en við útköll á að láta vita hvort að menn komast eða komast ekki í þessa menn.
-
- Pétur Róbert - 8614085
- Helgi Schiöth - 8969417
- Eiður Jónsson - 8615537
- Ingvar Þ. - 8940732
- Pétur Róbert - 8614085
-
- Samþykktar voru viðmiðunarreglur fyrir heildarútkall/tækjaútkall. Stjórn ætlar fara yfir skráningu á útkallslistum.
Viðmiðin koma inn á heimsíðuna fljótlega.
- Kynnt var á fundinum að stjórn er búin að fela Pétri og Eið að athuga með lóðarmál á Hrafnagili og hvort það
verður grundvöllur að byggja þar.
- Samþykkt var tillaga frá bílaflokk að fara í breytingar á Land Cruiser, á að breyta honum fyrir 44” dekk, lengja milli hjóla og
jafnvel að setja í hann lógír.
- Dagskrá fyrir maí og júní var kynnt.
- Keila 12. maí
- Fagnámskeið í leitartækni 13-16 maí
- Sumarvæða tækin fyrir maí lok
- Mæðuveikisgirðing fyrir 10. júní
- Gæsla 17. júní
- Kassaklifur á kvennahlaupi 19. júní
Ekki verður unnt að taka námskeið í straumvatnsbjörgun eða björgunarmaður í aðgerðum líkt og stefnt var að. Þess í stað er í skoðun að taka "FJALLABJÖRGUN 1" sem yrði þá kennt á tveimur kvöldum og einum laugardegi. td. 26., 27. og 29. maí eða 23., 24. og 26. júní.


Aðalfundur Dalbjargar var haldin sunnudagskvöldið 30. apríl á Ytra-Gili hjá þeim eðalhjónum Sigurgeir og Bylgju.Á fundinum var farið yfir venjuleg aðalfundarstörf, s.s. skýrslu stjórnar, skoðun reikninga, framboð til stjórnar, fullgilda félaga frá síðasta aðalfundi og nýliða ásamt fleiru. Sigurgeir Hreinsson var fundarstjóri og Bjarney Guðbjörnsdóttir fundarritari.Kosið var um 3 aðila í stjórn og komu 3 framboð þannig það má segja að þeir aðilar hafi verið sjálfkjörnir.Eftirfarandi aðilar gáfu kost á sér til stjórnarsetu:Elmar SigurgeirssonHreiðar Fannar VíðissonVíðir Sveinn ÁgústssonEinnig var kosið til gjaldkera og gaf Jóhannes Jakobsson kost á sér, en hann hefur sinnt gjaldkerastarfinu í nokkurn tíma. Ekki bárust fleiri framboð svo Jóhannes var kosinn gjaldkeri Dalbjargar.Í vara stjórn eru þá eftirfarandi aðilar:Bjarki Búi ÓmarssonGyða Sjöfn Njálsdóttir

Aðalfundur Dalbjargar var haldin sunnudagskvöldið 1. maí kl. 20 á Brúnir Horse.Á fundinum var farið yfir venjuleg aðalfundarstörf, s.s. skýrslu stjórnar, skoðun reikninga, framboð til stjórnar, fullgilda félaga frá síðasta aðalfundi og nýliða ásamt fleiru. Ragnar Jónsson var fundarstjóri og Bjarney Guðbjörnsdóttir fundarritari.Kosið var um 4 aðila í stjórn og komu 4 framboð þannig það má segja að þeir aðilar hafi verið sjálfkjörnir.Eftirfarandi aðilar gáfu kost á sér stjórnarsetu:Kristján Hermann TryggvasonVíðir Sveinn ÁgústssonHreiðar Fannar VíðissonElmar Sigurgeirsson Og Kristján bauð sig fram til formanns, en hann hefur setið áður sem formaður óskum við honum til hamingju með þann titil.Gyða Sjöfn Njálsdóttir fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér aftur til formennsku, þökkum við henni fyrir vel unnin störf síðastliðin 2 ár. En hún segir þó ekki skilið við starfið og gaf kost á sér til varamanns.Í vara stjórn eru þá eftirfarandi aðilar:Gyða Sjöfn NjálsdóttirBjarki Búi Ómarsson

Föstudaginn langa, þann 15. apríl 2022 ætlar Hjálparsveitin Dalbjörg að bjóða gestum að koma í heimsókn. Eins og undanfarin ár efnum við til göngu frá húsi okkar Dalborg. Gengið verður eftir útivistastígnum fína. Ýmsar vegalengdir eru í boði, frá 2,5 km til 12 km., svo að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að göngu lokinni bjóðum við uppá stórglæsilegt vöfflukaffi.Það verður opið hús, þar sem gestir geta skoðað og fræðst um starf sveitarinnar. Gangan hefst stundvíslega kl. 10:00. Þátttökugjald í gönguna eru 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri og 500 kr. fyrir 6-12 ára og innifalið í því er vöfflur og drykkir að lokinni göngu. Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á reikning okkar, 0302-26-012482 og kt. 530585-0349.Við hvetjum auðvitað sem flesta til að mæta, ganga, skokka eða hjóla og styðja við bakið á Dalbjargarfélögum. Hlökkum til að sjá ykkur!




