Glæsilegur árangur á björgunarleikum
Lið okkar Dalbjargarmanna "Made in sveitin" tók þátt í björgunarleikum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um síðustu helgi. Það voru 24 lið skráð til leiks frá sveitum víðsvegar um landið og aldrei verið jafn mörg og sterk lið sem hafa tekið þátt.
"Made in sveitin" gerði sér lítið fyrir og náði 4. sætinu á eftir undanfarahópum Súlna, HSG og úrvali frá
hjálparsveitum í Reykjavík. Í einu verkefninu fengum við fullt hús stiga, en það var verkefni í fyrstu hjálp sem er sá
málaflokkur sem Dalbjörg hefur lagt hvað mesta áherslu á síðustu ár.
Þessi árangur er frábær og sýnir að við sveitalubbarnir getum hiklaust borið okkur saman við stærstu sveitir landsins í
björgunarmálum.







