Gæsla á Handverkshátíð
Nú vantar okkur fólk á gæsluvaktir á Handverkshátíðinni. Þeir sem geta tekið vaktir setja sig í samband við mig í gegnum sms 8699380 eða facebookskilaboð og láta mig vita hvaða daga og klukkan hvað þið getið verið. Það má einnig kommenta undir fréttina hér. Við þurfum að manna alla dagana frá opnun til lokunar og svo grillið á laugardagskvöldið.
Opnunartími Handverkshátíðar er Fimmtudag-Laugardags frá 12-19 og frá kl 12-18 á Sunnudeginum
Við þurfum að hefja vinnu við Grill strax kl 19. svo þeir sem koma í gæslu seinnipartinn á laugardag mega reikna með að fara beint í grillið.
VIð höfum lagt upp með undanfarin ár að vera með 2 frá kl 11 og svo bætast við 3-4 um 2 leytið og þeir sem koma fyrstir fá að fara fyrstir heim eða bara eftir því hvað hentar hverjum þá má raða þessu einsog okkur hentar ef einhver kemst bara seinnipart þá er það allt í góðu.
Við þurfum flest okkar fólk á grillið svo ég hvet ykkur til að skrá ykkur á það.
ég set svo inn vaktirnar hér þegar ég hef heyrt frá ykkur og næ að raða saman vöktum
kv Gulla








