Flugeldasalan nálgast
Þá er farið að styttast í flugeldasöluna, Hermann hefur umsjón með öllu sem tengist sölunni og ég vona að menn taki vel við
sér þegar að hann óskar eftir mannskap í hana. Við verðum með söluna á Hrafnagili og byrjum 28. og þá þarf mikið af
mannskap til að koma sölustaðnum upp.
Einnig vantar mannskap á næturvaktir þannig ekki bíða með að hringja í Hemma og gefa kost á ykkur í verkefnið.
Blaðið er komið í uppsetningu og verður vonadi prentað annaðkvöld. Þeir sem vilja nálgast blaðið fyrir jólin geta heyrt í
mér. Annars ætlar Snorri að sjá um dreifingarmálin á því annan í jólum þannig látið hann vita ef að þið
getið farið í bíltúr.
Kveðja frá formanninum ykkar.








