Skráning á litlu Jólin.
Þá er komið að því að skrá sig á litlu Jólin sem verða í Funaborg á Melgerðismelum núna á föstudagskvöldið. Mæting er kl 19:45 stundvíslega, jólaföt og skapið er auðvitað skilyrði.
Síðan verða allir að koma með jólapakka að andvirði 500 kr. Allir félagar og makar þeirra eru velkomin á gleðina. Þið þurfið að skrá ykkur núna sem fyrst hjá Elmari eða Sigrúnu, þið getið líka skráð ykkur í athugasemd með þessari frétt.
Matseðill
Forréttur Ris al a mande með sósu og súkkulaði spænum.
Aðalréttur Jólalambalæri, kartöflugratin, sveppasósa al a FF og meðlæti.
Eftirréttur Hátíðarís með Jólasósu.
Fordrykkur og léttarveitingar.
Skemtidagskrá dans og gleði fram eftir kvöldi. Nefndin vonast til að sjá sem flesta félaga.
Pétur, Elmar, Sigrún og Eysteinn.








