Hjálparlið Dalbjargar var stofnað árið 2008. Hjálparsveitin Dalbjörg og Slökkvilið Akureyrar gerðu með sér samning sem felur í sér að Dalbjörg mannar hjálparlið fyrir slökkviliðið. Í því eru átta mjög reyndir björgunarsveitarmenn sem búsettir eru í Eyjafjarðarsveit. Hópurinn hittist reglulega og Slökkvilið Akureyrar sér um þjálfun á mannskapnum. Hjálparliðið hefur yfir að ráða slökkvikerru sem geymd er í húsnæði Dalbjargar.
Báðir aðilar eru ánægðir með samstarfið og eru sammála um að það er mikið öryggi í því að hafa viðbragðsaðila í sveitinni, þar sem slökkviliðið getur þurft að aka langar vegalengdir áður en áfangastað er náð.

Ingvar Þröstur Ingólfsson, bóndi í Ártúni. 27 ára starf með Dalbjörg.

Ólafur Andri, bóndi Öxnafelli. 27 ára starf með Dalbjörg.
Hlynur Þórsson, bóndi og bifvélavirki á Akri. 23 ára starf með Dalbjörg.

Víðir Ágústsson, bóndi Torfufelli. 20 ára starf með Dalbjörg.

Jóhannes Jakobsson, Lækjarbrekku. 20 ára starf með björgunarsveitum.

Guðmundur J. Guðmundsson, bóndi Holtseli. Frv. slökkviliðsstjóri í Eyjafjarðarsveit.

Guðbjörn Elfarsson (Gutti), bóndi Halldórsstöðum. Frv. skipstjóri.

Stefán Magnús Jónsson, Slökkviliðs og sjúkraflutningamaður
Sverrir Reynisson, bóndi Bringu. 23 ára starf með Dalbjörg.